Hávært ljóð

Allt sem þú sagðir tek ég með mér í gröfina

Hið góða, slæma, dygðir og brestina

Held kjafti, held öllu fyrir sjálfan mig

Vittu, það eru hlutir sem ég segi aldrei við þig

 

Elskaðu náungan eins og þú elskar þig sjálfan

Í samanburði við aðra sé ég sjálfan mig hálfan

Ég vildi oft vera einhver annar, það er ekki í boði

Ríf í mig lífið með sporði, beinum og roði

 

Hávært ljóð…

 

Ég sef og sef og gref og gref mína eigin gröf

Lífið er stutt, að lifa þolir ekki töf

Enginn veit hvenær hann geispar golunni

Allir vita þó að við endum í holunni

 

Hávært ljóð…

 

Andvaka, hugsa hvað þau munu skilja eftir sig

Allir munu gleymast relatívt skjótt, það á líka við um þig

Engar fréttir góðar fréttir, meðalmanni sagan hlífir

Jafnvel þeir verstu í minningum verða ekki eilífir

 

Hávært ljóð…

Pyntur

Er ekki minn stærsti aðdáandi

Hugur minn er sjúkur fjandi

Pyntingameistarann enginn með augum eygir

Er ég skárri en syndug sál mín segir?

 

 

Allir sem ég þekkti og treysti

Allir vinir sem ég einhverntíman hughreysti

Neisti innra með mér getur kveikt bál

Treysti ekki nokkurri sál

 

Endurlifi allan daginn alla daga

misheppnaða gamla daga

og engu skárri kvöld

Fyrir hvert lán er skuldin tvöföld

 

 

Hverju skal ég trúa, hvernig skal ég lifa?

Læt mér leiðast, sóa tíma, heyri klukkuna tifa

Að vera fjarlægur er hættuminnst

Þú segir að ég sé ekki jafn slæmur og mér finnst

 

Endurlifi allan daginn alla daga

misheppnaða gamla daga

og engu skárri kvöld

Fyrir hvert lán er skuldin þreföld

 

Dett í sjóinn, brimið salt

Umkringdur björgunarhringjum er samt kalt

Vona að sá dagur komi að pyntingameistarinn þegi

Hvað ætli sál mín segi á þeim degi

 

Endurlifi allan daginn alla daga

misheppnaða gamla daga

og engu skárri kvöld

Fyrir hvert lán er skuldin fjórföld

Morgunhugleiðingar

Add a subheading

Vakna seint, einn með aflinu

Morguninn dregur fram það versta úr lífinu

Lof mér bara að sofa ögn lengur

Lífsgleði mín er ránsfengur

 

Engin plön, alltaf seinn

Engin von, vil vera einn

Ef þú spyrð færðu engin svör

Jaðrar við útför

 

Vakna, sakna alls úr draumunum

Það er kalt á botninum

Útsýnið er stórbrotið á nöfinni

Ég væri líklega best geymdur í gröfinni

 

Ég vildi að ég vildi

Ég vildi að ég skildi

Læt mig hverfa þegar enginn sér

Ég vil ekki draga þig niður í svaðið með mér

 

Eftir bjartar sumarnætur

Myrkur í huga fer ekki á fætur

Lof mér bara að sofa ögn lengur

Lífsgleði mín er ránsfengur

 

Vakna, sakna alls úr draumunum

Það er kalt á botninum

Útsýnið er stórbrotið á nöfinni

Ég væri líklega best geymdur í gröfinni

Einn

Það getur verið gott að vera einn og í friði

Í öllum stöðum í eigin liði

Að eiga skuldlaust hverja mínútu í deginum

En það er samt betra að vera umkringdur vinunum

 

Spila gítarinn, banjóið og mandólínið

Hristuna, tambúrínu og er einn um vínið

Ég sakna tengingarinnar í bandi

Kannski finn ég slíkt í öðru landi

 

Ég sef allan daginn og vaki um nætur

Þegar ég er einn er ég laus við allar þrætur

Kannski væri fínt ef einhver á mér hægði

Eða ég breyttist svo mikið að ég nægði

 

Einn

Alltaf einn

Ein

Öll erum við ein

Víti til varnaðar

Man ekki dagsetningar, ártöl eða slík smá atriði

Tek ekki þátt í uppeldinu, foreldrar ykkar geta séð um það í friði

Þótt ég megi virðast of fjarlægur til að geta séð

Vitið að úr fjarlægðinni fylgist ég þó alltaf með

 

Ég mun ekki tjá ykkur hverja synd

Óska ykkur öllum velfarnaðar

Ég get ekki verið fyrirmynd

En ég get verið ykkur víti til varnaðar

 

Ég vona innilega að leið ykkar verði greið

Þið getið komið til mín bæði í gleði og neyð

Gleðinni fylgir oft neyð, þið verðið að læra að meta og vega

Bítið ekki í eplið of ung, en takið lífinu ekki of alvarlega

 

Ég mun ekki tjá ykkur hverja synd

Óska ykkur öllum velfarnaðar

Ég get ekki verið fyrirmynd

En ég get verið ykkur víti til varnaðar

 

Er lífið tilgangslaust? Ég veit ekki hvað skal segja

Ef þið spyrjið mig um slíkt, ætti ég líklegast að þegja

Fegurðin er í auga þess sem horfir, ef hann yfir höfuð sér

Hvað sem þið gerið ekki apa upp eftir mér

 

Ég mun ekki tjá ykkur hverja synd

Óska ykkur öllum velfarnaðar

Ég get ekki verið fyrirmynd

En ég get verið ykkur víti til varnaðar

Ég renn

Vakna ekki fyrir hádegi

úr morgunsárinu blæðir

Vona að vekjaraklukkan þegi

Púkinn á bringu minni mig kæfir

 

Ekkert meikar sense

Ekki einusinni þú, no offence

 

Enga hjálp frá drottni að hafa

Djöfullinn vill ekki sál mína heldur

ekkert gagn í trúarrit að kafa

Það er hvorki ljós, né vítiseldur

 

Skepnan hefur flúið

en hún mun aftur snúa

Þótt hún hafi ekki snúið aftur enn

Svellið er sleipt

Ég renn, ég renn, ég renn, ég renn þar til ég dett

 

Hvarf skeppnan nokkurntíman

Er bara bundið fyrir augu mín?

Föst og gróin er gríman

Hún gefur aðra sýn

 

Að njóta meðan er

Er svo sem ráð útaf fyrir sig

Hef séð það sem enginn annar sér

Næ engri tengingu við þig

 

Skepnan hefur flúið

en hún mun aftur snúa

Þótt hún hafi ekki snúið aftur enn

Svellið er sleipt

Ég renn, ég renn, ég renn, ég renn þar til ég dett

 

Sannleikurinn er byrði að bera

Gott hvað ég er gleyminn

Hvað á ég við hamingju að gera

Er ég að vera dreyminn

 

Heimskur eða glaður

Reyni að hugsa það ekki of mikið

Þetta er ekki slæmur staður

Dusta af hamingjunni rykið

 

 

 

Skepnan hefur flúið

en hún mun aftur snúa

Þótt hún hafi ekki snúið aftur enn

Svellið er sleipt

Ég renn, ég renn, ég renn, ég renn þar til ég dett

Svartur dagur/hvítur dagur

Eitthvað er að

Þú veist ekki hvað

Þú hélst að heimurinn væri orðinn betri

Hamingjan kom með smáu letri

 

Hamingjan er blekking

Það sem eymdinni veldur er þekking

Allt gott tekur enda

Allt sem fer upp mun brotlenda

og sökkva

 

Regnbogar koma með rigningunni

Norðurljósin sjást í dimmunni

Veröldin er svo fögur

Gleði og hamingja eru ekki bara goðsögur

 

Sólin kemur, sólin fer

Er á meðan er

Vanlíðan er  tímabundin

Á endanum léttist lundin

Vittu til

 

Léttskýjað á skýin starir

Þokan í huganum varir

Myrkir dagar eða bjartar nætur

Hjartað eitrað niður í rætur

 

Hamingjan er blekking

Það sem eymdinni veldur er þekking

Allt gott tekur enda

Allt sem fer upp mun brotlenda

og sökkva

 

Vinir og fjölskylda ljóma

Samskipti eru í blóma

Þú virðir fyrir þér vinina sem þú kaust

Þú elskar skilyrðislaust

 

Sólin kemur, sólin fer

Er á meðan er

Vanlíðan er  tímabundin

Á endanum léttist lundin

Vittu til

Grátur & gnístan

Gráttu ekki litla skinn

Það kemst tæplega meira í bikar þinn

Þegar þú verður eldri mun eflaust eitthvað á bjáta

Þú lærir að læsa kjálkum, fara ekki að gráta

 

Í dimmum dal, batteríslaust ljós

Með eina ár þú rærð til sjós

Heldur að hinir fullorðnu séu með allt á hreinu

Gera sitt besta, giska þó í öllu sem einu

 

Gráttu ekki litla skinn

Það kemst tæplega meira í bikar þinn

Þegar þú verður eldri mun eflaust eitthvað á bjáta

Þú lærir að læsa kjálkum, fara ekki að gráta

 

Án þess að ætla þú fæddist

Í skóla þú hélst að þú fræddist

Tíu- fjórtán- tuttugu vetur

Til að læra að tímanum hefði getað verið eytt betur

 

Gráttu ekki litla skinn

Það kemst tæplega meira í bikar þinn

Þegar þú verður eldri mun eflaust eitthvað á bjáta

Þú lærir að læsa kjálkum, fara ekki að gráta

 

Ástin er eins og þyrnótt rós

Hún fölnar þegar hún fær ekkert ljós

Það nægir ekki að gefa henni að drekka

Ekki einusinni úr efstu hillu í vínrekka

 

Gráttu ekki litla skinn

Það kemst tæplega meira í bikar þinn

Þegar þú verður eldri mun eflaust eitthvað á bjáta

Þú lærir að læsa kjálkum, fara ekki að gráta

Haldreipið

Með opin augu dreymir

Vonin áfram teymir

Treð marvaða en ekki lengi

Í haldreipinu mig hengi

 

 

Tíminn leið framhjá mér

Hvert hann fór get ég ekki sagt þér

Stjörnur í tómarúminu

Taka að sjást í húminu

Taka að sjást í húminu

 

 

Stundum virðast örlögin stjórna

Þér finnst þú þurfa að fórna

Til að draumarnir rætist

Þannig angistin réttlætist

Þannig angistin réttlætist

 

 

Með opin augu dreymir

Vonin áfram teymir

Treð marvaða en ekki lengi

Í haldreipinu mig hengi

 

 

Á myrkum himni er stjarna

Lýsir þig upp inn að kjarna

En þú veist hún er ekki þín að ná til

Sama hvað þú teygir, óralangt bil

Sama hvað þú teygir, óralangt bil

 

 

Með opin augu dreymir

Vonin áfram teymir

Treð marvaða en ekki lengi

Í haldreipinu mig hengi

Rofar til

Flæðir upp úr niðurfalli

Þegjandi ég svara kalli

Í dagbók langur góður kafli

Uppsprettan óljós á þessu afli

 

Ég man óljóst framtíðina

Hverf aftur í nútíðina

Dejavu

Og hvað ert þú?

 

Veggirnir, hve djúpt þeir anda

Myndir hreyfast, ég er í vanda

Hlutir skríða án þess þó að hreyfast

Mannlegar tengingar deyfast

 

Ég man óljóst framtíðina

Hverf aftur í nútíðina

Dejavu

Og hvað ert þú?

 

Verð ég aftur þar?

Það er margt sem maður saknar

Það skildi síðast eftir mar

Þráður alheims raknar

 

Sé glitta í verndarengla

Þeir sólarljósið brengla

Vinir eða fjandar ég veit ekki

Ætli aðrir þá þekki?

 

Ég man óljóst framtíðina

Hverf aftur í nútíðina

Dejavu

Og hvað ert þú?

 

Verð ég aftur þar?

Það er margt sem maður saknar

Það skildi síðast eftir mar

Þráður alheims raknar