From the recording Aðskot í hausinn

Your price

Aðskot í hausinn

Track download

Please choose a price: € EUR (€0.00 or more)

Please choose a price:

Out of stock Download

Lyrics

Aðskot í hausinn


Dagar líða hægt, vikur hratt
Annars hugar hef æskuna kvatt
Lífshlaup dauðinn læðist
Sprettar, ég mæðist

Renn niður hála brekkuna
Eitt feilspor, fer í götuna
Sparkar í mig liggjandi
Á kviksyndi er ég byggjandi

Andskotans aðskotahlutur
stari í hyldýpið niðurlútur
Störukeppni
Með smá heppni
lítur það undan fyrst
áður en í huga mínum hefur fryst

Þér að segja
Þarf að þegja
Reynir að rétta hjálparhönd
Ég er grafinn í fönn

Flý frá fælni
fyrir rælni
Hrekk og stekk
Slepp með skrekk

Andskotans aðskotahlutur
stari í hyldýpið niðurlútur
Störukeppni
Með smá heppni
lítur það undan fyrst
áður en í huga mínum hefur fryst

Svarthol, svarthol
Vitstol, vitstol